Ábyrg afstaða forystu Sjálfstæðisflokksins til Icesave

Eitt ömurlegasta mál sem rekið hefur á fjörur íslendinga er Icesave. Þessi löglausa krafa hollendinga og breta um að íslendingar tækju á sig allan kostnað vegna Icesave. Krafa sem kom beint í kjölfarið á beitingu  hryðjuverkalaga á íslensk fyrirtæki í Bretlandi. Ekki bætti úr skák að þessar tvær þjóðir beittu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir sig sem innheimtustofnun.

Versti kaflinn á þessu máli var þó fyrsti samningurinn sem gerður var um Icesave. Aldrei hefur þjóðin orðið vitni að álíka vanhæfni og aumingjaskap við vörslu íslenskra hagsmuna. Löngunin til að koma þjóðinni inn í Evrópusambandið virðist hafa rænt Samfylkinguna öllu viti og getuleysi forystumanna Vinstri grænna var algjört. Þeir sem börðust gegn samningnum og höfðu sigur eiga ævarandi þakklæti skilið.

Núverandi samningur er þó mun betri en sá sem fyrst var gerður enda fóru nú fyrir okkur samningamenn með getu og vilja til að nýta þá stöðu sem sterk lagaleg staða gaf okkur. Þó auðvitað sé beiskt að kyngja því að almenningur greiði skuldir einkafyrirtækis þá er ekki hægt að neita því að samningurinn eyðir óvissu. Jafnvel þótt miklar líkur séu á sigri í dómsmáli yrði kostnaðurinn óheyrilegur ef málið myndi tapast. Í því liggur óvissan og vandræðin við að fá erlenda fjármögnun.

Fyrir okkur í Þingeyjarsýslum skiptir miklu að auka möguleika á fjármögnun stórverkefna. Þótt verkefnið hjá okkur séu að mestu stopp vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar þá fækkar í það minnst afsökunum um að gera ekki neitt um eina við það að gengið er frá samningi um Icesave.

Bjarni fær svo prik fyrir að taka afstöðu sem hann telur þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar frekar en að nýta tækifærið til að veita ríkisstjórninni verðskuldað högg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband