5.11.2010 | 21:06
Formleg opnun Hófaskarðsleiðar, ástæða til að fagna
Á morgun verður hátíð í Norður Þingeyjarsýslu en þá fer fram formleg opnun Hófaskarðsleiðar. En Hófaskarðsleið tengir saman Raufarhöfn, Kópasker og Þórshöfn með nýjum uppbyggðum heilsársvegi. Nýi vegurinn hefur í för með sér byltingu í samgöngum þessa svæðis og því full ástæða til að fagna.
Samgönguráðherra ásamt þingmönnum kjördæmisins verða viðstaddir vígsluna sem fram fer kl. 11:00 við áningastað í Hófaskarði. Kl. 12:30 verður boðið til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn í boði Norðurþings, Svalbarðshrepps, Langanesbyggðar og Vegagerðarinnar og eru íbúar svæðisins hvattir til að mæta og eiga ánægjulega stund saman.
Ég vill hvetja sem flesta að mæta á Raufarhöfn og samfagna íbúunum vegna þessa áfanga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.