22.11.2012 | 22:43
Kannski þarf maður bara að bíða vorsins
Gott hjá Bjarna Benediktssyni að þjarma að forsætisráðherra varðandi stóriðju á Bakka. Vert er að nefna að vegtenging á Bakka kostar ekki undir 1,5 milljarði og nauðsynlegar hafnarframkvæmdir um 2 milljarða. Þegar stjórnvöld slógu af álver á Bakka var ljóst að verulegan stuðning þyrfti af hálfu ríkisins til uppbyggingar innviða þar sem smærri verkefni geta ekki staðið undir þessum fjárfestingum að fullu.
Stærstu boltarnir varðandi verkefni PCC liggja hjá stjórnvöldum annarsvegar aðkoma ríkisins að innviðum(þar sem forsætisráðherran virtist hafa lítil svör) og hinsvegar við gerð ívilnunarsamnings við fyrirtækið. Við sem höfum verið að skrifa undir viljayfirlýsingar við stjórnvöld um uppbyggingu á Bakka höfum ekki sérstaklega góða reynslu af samstarfinu. Við tókum auðvitað eftir að verkefnið var ekki í fjárlögum og ekki var minnst á það þegar fjárfestingastefnan var kynnt. Auðvitað vona ég að stjórnvöld standi sig en því miður þá hræða sporin og kannski þarf maður bara að bíða vorsins.
Tekist á um stóriðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.