Veiðin í sumar

Góð veiði hefur verið á Laxamýri í sumar sérstaklega neðan Æðarfossa.   Sýnist mér að 70% veiðinnar í Laxá hafi verið á Laxamýri. Þar hafa veiðast 6 laxar yfir 20 pund sem verður að teljast mjög gott og nú styttist í að þeir stóru fari að taka. Í fyrra veiddust reyndar á Laxamýri 13 laxar yfir 20 pund sem verður að teljast frábært. 

Toppurinn á veiðinni hjá mér fyrsti flugulax bjössa 003var þó í sumar þegar Björn Gunnar sonur minn fékk 14 punda fisk á Brúarflúð.Var þetta fyrsti lax Björns sem varð 7 ára í sumar. Tekin á Sunray shadow og settur í klak. Var það mjög í anda Björns G. Jónssonar afa hans heitins sem var mikil fiskræktarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband