14.8.2009 | 22:32
Icesave og ESB
Vonandi koma menn sér saman um fullnægjandi fyrirvara við Icesave frumvarpið fyrst menn treysta sér ekki til að fella samninginn. Samningurinn lyktar mjög af því að hann hafi þurft að klára til þess að hægt væri að senda umsókn um inngöngu í ESB nógu tímanlega. Hörmulegt er þegar það er svo augljóst að hagsmunum íslendinga sé ekki haldið fram af hörku vegna löngunar til inngöngu í ESB. Það kemur auðvitað ekki á óvart að Samfylkingin gangi svona langt til að koma þjóðinni í ESB en því undarlegra að VG láti teyma sig þessa leið. Þetta verklag er mikill bjarnargreiði við þá sem vilja í alvöru láta skoða möguleika á inngöngu. Ekki er líklegt að íslendingar gangi í ESB undir fjárhagslegum þvingunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.