Algjör óvissa hefur áhrif

Stjórnarformaður og forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu til að mótmæla ummælum umhverfisráðherra um fjárhagslegt hæfi Orkuveitunnar. Þeir meta það sem svo að orð ráðherrans hafi þá vigt að þau skaði möguleika fyrirtækisins til fjármögnunar.

Ef þeir telja að orð ráðherra hafi þessa vigt geta menn þá ímyndað sér hvað áhrif úrskurður umhverfisráðherra um sameiginlegt mat fyrir álver á Bakka hafði. Í framhaldi af honum fullyrti ráðherrann að úrskurðurinn myndi engin áhrif hafa á möguleika til tilraunaboranna. Raunveruleikinn er sá að úrskurðurinn lokar fyrir frekari rannsóknaboranir þar til  sameiginlegu mati er lokið. Orð ráðherrans reyndust röng.

Til þess að bæta gráu ofan á svart vildi ríkisstjórnin ekki framlengja viljayfirlýsingu um álver á Bakka, þrátt fyrir vilja sveitarstjórnar Norðurþings og Alcoa.Tilgangurinn er að byggja upp "eitthvað annað" en álver. Málið var hinsvegar að stjórnvöldum var í lófa lagið að kanna "þetta annað" í gegnum Landsvirkjun þótt hagkvæmisathugun fyrir Bakka yrði kláruð.

Til þess að bæta ástandið enn frekar eru boðaðir verulegir auðlindaskattar sem ekki eru útfærðir í fjárlagafrumvarpinu. Afleiðingin af þessu öllu fyrir sveitarfélagið er auðvitað algjör óvissa.

Áhrif alls þessa eru farin að sjást á Húsavík. Í vikunni lokaði Míla starfstöð sinni á Húsavík og einu prentsmiðjunni á staðnum var lokað vegna rekstrarörðugleika. Þar með lagðist af fréttamiðillinn Skarpur , vonandi tímabundið. Sumum getur þótt langsótt að tengja þessa hluti saman en staðreyndin er hinsvegar sú að möguleikinn á því að fjármagna rekstur snýst oft um trú á markaði viðkomandi fyrirtækis.  Framganga stjórnvalda undanfarið ár hefur ekki beint verið til þess að byggja upp traust á möguleikum atvinnulífs í Þingeyjarsýslum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki er öll vitleysan eins.  Hvernig væri að forstjóri og stjórnarformaður OR kynntu sér efnahagsreikning OR.  Hvert 10 ára barn sér strax að skuldastaðan er hrikaleg og tap á rekstri getur ekki staðið undir meiri lánum.

Fjárhagsleg hæfni OR ræðst af efnahagsreikningi en ekki orðum ráðherra. Hvað annað gat ráðherra sagt en ekki sannleikann? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.10.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband