Sjálfstæðisflokkurinn styður verkefnið á Bakka

Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykkt eftirfarandi ályktun um álver á Bakka:


"Þingeyjarsýslur búa yfir ríkulegum náttúruauðlindum. Náttúrufegurð er mikil, gnægð orku í jörð og landgæði mikil. Atvinnuástand hefur hinsvegar verið fremur óburðugt og árstíðabundið. Af þessum ástæðum hefur mikil áhersla verið lögð á það af íbúum svæðisins að leiðir verði fundnar til að nýta þessar náttúruauðlindir. Í kjölfar uppbyggingar Fjarðaáls á Reyðarfirði vaknaði áhugi Alcoa á að nýta þá þekkingu og reynslu sem myndast hafði þar til að byggja nýtt álver. Í kjölfarið var viljayfirlýsing stjórnvalda og Alcoa um byggingu álvers á Húsavík undirrituð með það í huga að nýta orkuauðlindir meðal annars á Þeistareykjum. Ferill þess verkefnis er þyrnum stráður. Ákvörðun umhverfisráðherra Samfylkingarinnar sumarið 2008 setti strik í reikninginn og neitun ríkisstjórnarinnar, þvert á vilja íbúa svæðisins, á framlengingu viljayfirlýsingarinnar nú nýverið var reiðarslag fyrir þjóðina. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi skorar á ríkisstjórnina að endurskoða ákvörðun sína varðandi Bakka og afstöðuna almennt hvað varðar orkunýtingariðnað á Íslandi. Þá á að hverfa nú þegar frá áformum um orkuskatta en þeir gera ekkert annað en að hamla fjárfestingu og gjaldeyrisskapandi starfsemi".

 Ályktunin var samþykkt einróma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband