9.3.2009 | 22:44
Látum kröfuhafana taka bankana
Eftir því sem lengri tími líður þangað til tekið er á málum bankanna því lélegra verður lánasafnið. Best væri ef kröfuhafarnir breyttu kröfum í hlutafé og eignuðust nýju bankanna þannig með húð og hári. Þá skiptir ekki megin máli hvort lán væru í gamla bankanum eða þeim nýja.
Vilji kröfuhafarnir ekki reka bankanna er grundvallaratriði að lánasafnið verði fært nægjanlega niður til þess að ríkið fái fullnægjandi tryggingu fyrir að endurgreiðslu þess fjár sem það leggur þeim til. Engin einkaaðili myndi leggja bönkunum til fé í dag nema ávöxtunarvonin væri veruleg sérstaklega ekki núna þegar fjármagn liggur ekki á lausu. Þannig að kostirnir eru skýrir annaðhvort taka kröfuhafarnir við bönkunum eða lánasafnið verður metið það mikið niður að áhætta ríkisins verði mjög lítil. Skattgreiðendur eiga skýra kröfu á að fé fari ekki inn í bankanna nema ávöxtun þess sé trygg.
Lánasafn nýju bankanna afar lélegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 22:35
Er þetta nýja Ísland
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 23:29
Hvaða vitleysa er þetta
Það er í hæsta máta undarlegt að vera á móti framkvæmdum við framleiðsluiðnað sem hefur reynst sterk stoð í íslensku atvinnulífi. Sérstaklega þegar á annan tug þúsunda íslendinga er atvinnulaus. Auðvitað veit Steingrímur það og hleypir því málinu í gegn þó hann reyni að forðast pólitíska ábyrgð á verkefninu.
Fjárfestingasamningur við Norðurál í Helguvík hlýtur þó augljóslega að setja fordæmið fyrir samskonar samningi fyrir verkefnið á Bakka. Ekki gengur að setja því verkefni harðari skilyrði en Helguvík.
Steingrímur á móti Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 23:03