Framkvęmdastopp ķ Žingeyjarsżslum hefur ekkert meš Icesave aš gera

Mįnudaginn 8. mars birtist žessi grein eftir mig ķ Morgunblašinu. 

Undanfarna daga hafa margir lįtiš ķ ljós įhyggjur af žvķ aš Icesave mįliš hafi žau įhrif aš uppbygging stórišju stöšvist. Icesave hefur ekki haft teljandi įhrif į uppbyggingu stórišju į Bakka. Stjórnvöld haft hinsvegar haft mikil įhrif. 

Śrskuršur um sameiginlegt mat

Žegar Žórunn Sveinbjarnardóttir snéri viš śrskurši Skipulagsstofnunar og setti fjögur verkefni viš įlver į Bakka ķ sameiginlegt umhverfismat sumariš 2008 varš stórišjustopp ķ Žingeyjarsżslum. Umhverfismat fyrir Žeistareykjavirkjun var komiš vel į veg en stefnt var į aš žvķ lyki ķ febrśar 2009. Markmišiš meš žessari tķmasetningu matsins var aš  framkvęma tilraunaboranir sumariš 2009 til aš sannreyna orkumagn į svęšinu. Stašan nś er sś aš umhverfismatinu hefur žegar seinkaš um įr og miklar lķkur eru į aš žvķ ljśki ekki fyrr en ķ haustmįnušum. Įkvöršunin hefur žannig žegar seinkaš öllum framkvęmdum į Žeistareykjum um įr en mun lķklega seinka žeim um tvö įr.

Kostnašurinn fyrir Žeistareyki ehf hleypur į tugum milljóna bara fyrir vinnuna ķ kringum hiš sameiginlega umhverfismat. Enginn sem vinnur žessa vinnu telur aš sameiginlega matiš muni bęta nokkru viš mat į umhverfisįhrifa framkvęmdanna heldur sé fyrst og fremst um tęknilega hindrun į verkefninu aš ręša. Megin kostnašurinn viš įkvöršunina liggur žó ķ töfinni sem žetta hefur ķ för meš sér. En tveggja įra töf į framkvęmdum kostar Žeistareyki ehf į milli 200-300 milljónir.  

Viljayfirlżsing ekki framlengd 

Žrįtt fyrir skżran vilja meirihluta sveitarstjórna ķ Noršuržingi um aš framlengja viljayfirlżsingu viš Alcoa um byggingu įlvers į Bakka hafnaši rķkisstjórnin žvķ. Žetta gerši rķkisstjórnin žrįtt fyrir aš rķkiš, Noršuržing og Alcoa hafi unniš ķ tęplega 4 įr aš verkefninu. Žrįtt fyrir aš heimamenn litu į verkefniš sem góša leiš til aš setja varanlega trausta stoš undir atvinnulķf svęšisins. Heimamenn samžykktu aš lokum aš setja mįliš ķ annan farveg. Skrifušu upp į yfirlżsingu um aš orkan yrši notuš ķ Žingeyjarsżslu og stofnašur yrši sérstakur vinnuhópur sem finna ętti orkukaupenda. Markmiš žeirrar vinnu sem hófst ķ kjölfar undirritunarinnar var aš skapa žęr ašstęšur aš 1. október 2010 verši allri naušsynlegri forvinnu lokiš žannig aš unnt verši aš ganga til samninga viš stóran orkukaupanda / orkukaupendur um uppbyggingu orkufreks išnašar ķ Žingeyjarsżslum. 

Fulltrśar Noršuržings komu žvķ skżrt til skila fyrir undirritun žessa samkomulags aš žeir litu į Alcoa sem einn af žeim ašilum sem sterkast kęmi til greina aš semja viš. Enda mį bśast viš aš umhverfismati įlvers į Bakka verši lokiš ķ sumar eša haust og žį ekkert aš vanbśnaši aš hefjast handa.   

Vandamįliš er višhorf rķkisstjórnarinnar

Vandamįliš er hinsvegar aš rķkisstjórnin hefur engan įhuga į verkefninu į Bakka og aš sjįlfsögšu gerir fjįrfestirinn sér grein fyrir žvķ. Slit į fjögurra įra samstarfi, įlagning nżrra skatta, żmis ummęli rįšherra og ekki sķst algjört įhugaleysi rķkistjórnar į verkefninu hrekur fjįrfestinn į brott. Žį veit Alcoa fullvel aš forsvarsmenn Noršuržings reyndu ķtrekaš aš koma verkefninu į Bakka inn ķ stöšuleika sįttmįla rķkisins og ašila vinnumarkašarins įn įrangurs. Žaš var okkur reyndar hulin rįšgįta hversvegna verkefniš į Bakka fékk ekki stušning mešan bęši stękkun Straumsvķkur og Helguvķk fengu inni. Sérstaklega žegar litiš er til žess aš fjįrhagslegur styrkur Alcoa gęti aušveldaš fjįrmögnun virkjanna en fjįrmögnun er einmitt megin vandamįl framkvęmda ķ dag. 

Vitaš er aš Alcoa hefur fjįrfest ķ öšrum verkefnum mešan stjórnvöld hafa tafiš verkefniš į Bakka, verkefnum sem voru į eftir Bakka ķ framkvęmdaröš. Alcoa hefur nżtt fjįrmuni annarstašar sem annars hefšu veriš nżttir į Ķslandi.  Vegna ašgerša stjórnvalda sem vilja umfram allt ekki aš įlver į Bakka verši aš veruleika.  

Framkvęmdir ķ Žingeyjarsżslum munu tefjast

Viš sveitarfélögin ķ Žingeyjarsżslum reynum aš ašlaga okkur aš pólitķskum veruleika og tökum žįtt ķ žvķ af fullum krafti aš finna nżjan fjįrfesti til aš byggja upp į Bakka. Žaš mun hinsvegar taka tķma žvķ jafnvel žótt įhugavert verkefni finnist žį į eftir aš framkvęma umhverfismat og ótal önnur verkefni sem žegar hefur veriš lokiš viš vegna įlvers į Bakka. Žį er ekki aušhlaupiš aš finna fjįrfesti sem hefur žann fjįrhagslegan styrk sem naušsynlegur er til aš hęgt sé aš fjįrmagna virkjanir į svęšinu.  

Aš lokum er vert aš ķtreka žaš aš framkvęmdastopp ķ Žingeyjarsżslum hefur ekkert meš Icesave aš gera en allt meš stjórnvöld.

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband