Friðlýsing Gjástykkis

í Morgunblaðinu þann 10. september kom fram að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar á tillögum Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi um friðlýsingu Gjástykkis. Væri ekki rétt að óska eftir áliti sveitarfélaganna á svæðinu?

Svæðisskipulag háhitasvæðanna í Þingeyjarsýslu var samþykkt í sveitarfélögunum sem hlut eiga að máli nóvember 2007, samþykkt athugasemdarlaust af Skipulagsstofnun 4. janúar 2008 og undirritað af umhverfisráðherra 16. janúar 2008. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að hluti Gjástykkis verði orkuvinnslusvæði.

 Er ekki eðlilegt að heimamenn hafi mest um það að segja hvaða svæði eru friðlýst og hvaða svæði ekki. Hún fer að vera frekar þreytandi þessi endalausa forræðishyggja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr!

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:33

2 identicon

Í raun og veru má segja, að núverandi stjórnvöld hafa engan sérstakan áhuga á að ráðist verði í atvinnuuppbyggingu á þessu svæði. 

Það er margt sem bendir í þessa vegu.  T.d. það að stjórnvöld hafa dregið lappirnar mjög í þessu máli og reynt að flækjast eins mikið fyrir málinu og hægt er.  Fræg er krafa Þórunnar Sveinbjarnardóttur um heildstætt umhverfismat á þessu svæði öllu. 

Að öðru leyti hafa núverandi stjórnvöld sýnt þessu svæði nánast engan áhuga og er það ekki á dagskrá hvað varðar atvinnuuppbyggingu.  Þetta svæði er einfaldkega of langt frá Suðvesturhorninu þar sem stjórnvöld sitja.

Pólitískt séð skiptar þetta svæði stjórnvöld mjög litlu.  Það eru tiltölulega fá atkvæði fyrir stjórnarflokkana, enda skiptir þá mestu máli að fá sem flest atkvæði af Suðvesturhorninu, og þess vegna eru "töfraorð" eins og verndun svæðis og náttúrvernd mun líklegri til að laða til sín atkvæði af Suðvesturhorninu, þar sem umhverfisvernd er nokkurs konar velmegunarsport ekki sérlega stórs hóps einstaklinga sem heyrist mjög hátt í.

Þorvaldur H. Hannesson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband