Ákvörðun umhverfisráðherra vegna Suðvesturlínu

Það er ekki að sjá á þessari ákvörðun að stjórnvöld hafi minnstu áhyggjur af því hvaða afleiðingar ákvörðun sem þessi hefur á fjármögnun framkvæmda. Gera menn sér enga grein fyrir í hvaða veruleika við erum. Hversu erfitt er að finna fjárfesta og fjármögnun á verkefni. Hversu trúverðugt er það að skrifa undir fjárfestingasamninga með annarri hendinni og setja svo tæknilegar hindranir með hinni. Ég hygg að ákvarðanir sem þessar þjóni allra síst umhverfinu mun frekar að þær setji svartan blett á umhverfisvernd.

Ég mun á næstu dögum fara yfir áhrifin af úrskurði Þórunnar Sveinbjarnadóttur á verkefnið á Bakka. Til að skýra út hvaða áhrif ákvarðanir sem þessar hafa.


mbl.is Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður bara til að fæla frá fjárfesta sem vilja koma hingað til lands.  Ísland fer þar með á lista yfir lönd í heimi alþjóðaviðskipta þar sem erfitt er að fjárfesta í. 

Þetta verður túlkað sem sem svo, að:

  • Ísland sé land með mikið af tæknilegum hindrunum
  • Stjórnkerfið á Íslandi sé flókið og svifaseint
  • Á Íslandi sé allt of mikið af svokölluðum; "Red Tapes"
  • Að lítið sé um gegnsæi í stjórnkerfinu
  • Að umhverfisverndarsinnar hafi allt of mikil völd = spilling
  • Að of áhættusamt sé að fjárfesta á Íslandi vegna allt of strangra oo óeðlilegra umhverfisskilyrða 
  • Að pólitísk áhætta vegna fjárfestinga sé of mikil vegna oftúlkunar stjórnvalda á umhverfismálum og þar með óútreiknanlegra niðurstöðu í umhverfismálum

Er það þetta sem Ísland þarf í kreppunni?  Fyrr má nú rota en dauðrota.

Indverjar reyndu að setja ýmsar tæknilegar hindranir fyrir erlenda fjárfestingu hjá sér á árunum fyrir 1990 sem átti að vera Indlandi í hag. 

Þetta hafði hinsvegar þveröfug áhrif, og fjárfestar sneru sér frekar að Kína þó svo að stjórnarfarið þar væri kommúnistískt með þeim árangri að Kína er að verða eitt mesta iðnveldi Jarðar og peningarnir streyma þangað inn.  Þetta þýddi m.a. að Kínverjar voru ónæmir fyrir kreppunni sem skall á árið 2008.

Það var ekki fyrrr en að Indverjar létu af tæknilegum hindrunum rétt um aldamótin, sem Indverjar fóru að taka við sér sem vaxandi iðnveldi.   

Burt með núverandi ríkisstjórn hér á landi og hindrunarstefnu hennar í atvinnuuppbyggingu.  Fyrr lagast ekki ástandið, heldur mun kreppan lengjast um ókomin ár.

Pétur G. Haraldsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Offari

Sæll Jón. Allar tafir eru hættulegar, mér finnst raflínur ljótar og er nokkuð viss um að þú yrðir lítt hrifinn af því að fá slíkt á Laxamýrartúnið. Ég veit reyndar ekkert hvar þessi lína á að liggja. En mér skilst að hér sé aðallega verið að svera línur sem fyrir eru.

Ég er ekki svo viss um að við höfum skaðast af ákvörðun Þórunar því hvort eð er var erfitt að fjármagna Bakkaálverið. Þannig að ég tel í raun að Alcoa hafi hagnast á þessum töfum því óráðlegt var að hefja þarna framkvæmdir meðan mikil óvvissa var um hvernig álverð þróaðist.

Offari, 30.9.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband