Ekki álver á Bakka, ekki bora á Drekasvæðinu

  

Núverandi ríkisstjórnarflokkar láta okkur norðlendinga fá það óþvegið í dag. Rétt áðan var það dregið upp úr mínum gamla læriföður Össurri að hann styðji ekki byggingu álvers á Bakka eru þessi svör í samræmi við svör forsætisráðherra um sama efni. Gott var nú að fá þetta á hreint fyrir kosningar. Ofurlítið er þó undarlegt að ég hef fyrir framan mig auglýsingu frá Samfylkingunni í Skránni á Húsavík með mynd af Kristjáni Möller fyrir framan líkan að nýrri stórskipahöfn á Húsavík. Allir vita að hún er hönnuð til að taka á móti stórum súrálsskipum, þar hrósar ráðherrann sér af því að hönnun hennar hafi verið lokið með 100 milljóna fjárframlagi samgönguráðherra. Hvorki meira né minna, vel launaðir þessir ráðherrar.

Við norðlendingar erum auðvitað að upplifa það að unnið hefur verið að því í nokkurn tíma að hálfu Samfylkingarinnar að ýta verkefninu á Bakka út af borðinu, fyrst með því að setja verkefninu margfalt harðari umhverfiskröfur með útskurði um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka. Og nú með yfirlýsingu iðnaðarráðherra um að hann vilji helst ekki að álver rísi á Bakka sú yfirlýsing leggur enn frekari steina í götu verkefnisins. Ekki finnst mér líklegt að erlendir fjárfestar fjárfesti hér í andstöðu við stjórnvöld.

 Þá er fréttin um að umhverfisráðherra hafi efasemdir um að olíuleit á Drekasvæðinu samrýmist stefnu vinstri grænna athyglisverð. Ekki er annað að sjá en þetta stóra hagsmunamál okkar norðlendinga sé einnig í uppnámi.

 Við norðlendingar viljum gjarnan hjálpa þjóðinni út úr kreppunni og getum það. Við hljótum hinsvegar að gera þá kröfu til stjórnvalda að okkar tækifæri til atvinnusköpunar hljóti sömu meðferð og tækifæri annarra landshluta. Hvað varðar verkefnin á Bakka og Helguvík þá er í mínum huga meðferðin á verkefninu á Bakka skýrt brot á jafnræðisreglu. Gott er fyrir okkur norðlendinga að hafa það í huga þegar við göngum að kjörborðinu á laugardaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll Jón

Vandamálið við Bakka verkefnið er að ALCOA treystir sér ekki í verkefnið vegna ástandsins enda hafa fyrstu 3 mánuðir þessa árs reynst þeim mjög illa. Hvað varðar Helguvíkur verkefnið þá getur Norðurál ekki fjármagnað verkefnið.

Hugmyndir þeirra um að Norðurál bjóði krónubréfaeigendum skuldabréf í dollurum gegn láni undirstrikar vandræði fyrirtækisins. En krónubréfa eigendur eru ekki líklegir til að skipta út bréfum sýnum sem eru á hinum himin háu stýrivöxtum 15.5%. fyrir áhættu sama fjárfestingu sem hefðbundnar fjármálastofnanir hafna. Ef við skuldabréfum Norðuráls verði tekið snarlækka vextirnir fyrir eigendur og geta þeir ekki vænst fyrstu greiðslna fyrr en eftir 4 ár þegar virkjunin er tekin í notkun. Og síðan dreifist afborganirnar á mörg ár. Þannig að Norðurál hefði átt að koma hreint fram líkt og ALCOA og fresta verkefninu. Í stað þess að draga okkur á asnaeyrunum.

Það er engin flokkur gegn olíuleitinni né vinnslu ef olía finnst.

Við þurfum hinsvegar að hreinsa út úr orkufyrirtækjunum enda skuldasöfnun og hallarekstur að ógna eignarrétti okkar Íslendinga yfir þeim. LV skuldar 3.2 milljarða dollara og tapaði 375 milljónum dollara fyrir árið 2008 þrátt fyrir að álverð var gott eða sem nam 2500$/pt að meðaltali. 2009 stefnir í martröð fyrir LV því álverð er mun minna nú og er eftir fyrstu fjóra mánuðina í 1450/$pt.

Það er synd að Kárahnjúkavirkjun hafi reynst fjárhagsstöðu LV svona illa. Enda illa settir til að fara í annað risaverkefni að svo stöddu.

Þarna eru fleiri góðir punktar fyrir ykkur norðlendinga að hafa í huga þegar að kjörborðinu kemur.

Bestu kveðjur

Andrés Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband