Fyrning aflaheimilda

Hugmyndir um fyrningu aflaheimilda eru vanhugsaðar. Í einum vetfangi er ætlunin að gera sjávarútveginn aflvana. Flest sterkustu fyrirtæki landsbyggðarinnar eru sjávarútvegsfyrirtæki, í raun má segja að þau séu bakbeinið í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Ekki er nú hægt að dást að stjórnviskunni við það að draga á þennan hátt máttinn úr þeim iðnaði sem draga þarf vagninn í endurreisn atvinnulífsins. Sérstaklega þegar stjórnvöld þurfa að endurreisa bankakerfið, skera niður ríkisútgjöld og sækja um aðild að ESB. Spurningin hvort ekki sé hægt að finna eitthvert annað svið þjóðlífsins sem hægt er að setja í uppnám.

 Fólk á landsbyggðinni gerir þá kröfu til stjórnvalda að hagsmunir atvinnulífsins þar séu hafðir í fyrirrúmi. Ef nauðsynlegt er að ná fram réttlæti vegna kvótakerfisins þá er eðlilegt að menn skattleggi sérstaklega hagnað þeirra sem selja sig út úr kerfinu frekar en að hegna þeim sem keypt hafa aflaheimildir. Þá má hugsa sér að innheimta frekar auðlindagjald sem um munar. Það að svipta öll sjávarútvegsfyrirtæki í landinu veðhæfi er einfaldlega galið og ekkert réttlæti í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband